Daggjöld dvalar- og hjúkrunarheimila

Miðvikudaginn 30. október 2002, kl. 14:51:36 (784)

2002-10-30 14:51:36# 128. lþ. 18.4 fundur 126. mál: #A daggjöld dvalar- og hjúkrunarheimila# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., GHall
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 128. lþ.

[14:51]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Ég hjó eftir síðustu orðum hæstv. heilbrrh. þegar hann sagði að daggjöld vistheimila væru enn í skoðun. Fyrir tæpu ári skilaði samstarfsnefnd Sambands ísl. sveitarfélaga og heilbr.- og trmrn. af sér tillögu um ákveðna hækkun á daggjöldum vistheimila. Þetta hefur legið hjá ráðuneytinu í tæpt ár og ekki komin niðurstaða í það enn. Þegar spurt er: Hvernig stendur málið? Þá er sagt: Það er í skoðun.

Ég vildi aðeins benda á eitt dæmi varðandi þróun daggjalda og raunkostnað, t.d. hjá Hrafnistu í Reykjavík. Árið 2001 var raunkostnaður á legudag 11.263 kr. en í fjárlögum 2002, ársins á eftir, var í fjárlögum gert ráð fyrir að að daggjöldin væru 11.196, þ.e. lækkun á milli ára. Þrátt fyrir að ráðuneytinu hafi verið sýnt fram á þetta ár eftir ár hafa árin 2000--2002 sýnt á hver þróun daggjalda hefur verið. En því er aldrei mætt í fjárlögum næsta árs. Hér er verk að vinna en ég vil hins vegar fagna því að ráðherra ætli að taka þetta mál til gaumgæfilegrar athugunar. Á því er full þörf.