Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 31. október 2002, kl. 14:26:30 (839)

2002-10-31 14:26:30# 128. lþ. 19.1 fundur 244. mál: #A stjórn fiskveiða# (flutningur aflaheimilda milli ára) frv., Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 128. lþ.

[14:26]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Þegar gert var hádegisverðarhlé var einn hv. þm. á mælendaskrá í þessu máli. Þá lá fyrir að hæstv. sjútvrh. yrði ekki hér eftir hádegi. Hv. þm. óskaði eftir að halda sína ræðu og var gert ráð fyrir að umræðunni lyki þar með.

Hér kemur fram ósk um að hæstv. ráðherra verði við lok umræðunnar. Við því er sjálfsagt að verða og fresta þessari umræðu.

Óskar hv. þm. eftir að flytja ræðu sína --- hann er næstur á mælendaskrá --- eða fresta umræðunni strax? Er ekki rétt að nota tímann og flytja þær ræður sem þegar hafa verið boðaðar? Það eru tveir á mælendaskrá.