Uppbygging endurhæfingar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri

Fimmtudaginn 31. október 2002, kl. 17:15:54 (882)

2002-10-31 17:15:54# 128. lþ. 19.10 fundur 28. mál: #A uppbygging endurhæfingar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri# þál., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 128. lþ.

[17:15]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef í rauninni ekki miklu við þetta mál að bæta. Ég vil samt undirstrika þýðingu þess að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni vinni saman. Ég verð var við mikinn áhuga á því á Norðausturlandi. Skrifstofustjóri minn í heilbrrn. var einmitt á Austurlandi í gær á fundi með heilbrigðisstarfsmönnum á Norður- og Austurlandi þar sem þau fóru yfir möguleika sína til samvinnu til að stilla saman strengina í heilbrigðisþjónustunni á þessu stóra svæði. Ég held að það sé mjög af hinu góða og ég fagna þeim samstarfsvilja sem kemur fram í því.

Ég endurtek að ég bind vonir við starf þessarar nefndar sem ég hef beðið aðstoðarmann minn að stjórna, Elsu Friðfinnsdóttur. Hún er öllum hnútum kunnug fyrir norðan enda fyrrum starfsmaður Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og vel kunnug starfseminni. Ég vona að vinnan fari af stað með fullum krafti í næstu viku.