Fjármálafyrirtæki

Föstudaginn 01. nóvember 2002, kl. 11:22:09 (901)

2002-11-01 11:22:09# 128. lþ. 20.5 fundur 215. mál: #A fjármálafyrirtæki# (heildarlög) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 128. lþ.

[11:22]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Það er nefnilega málið að sumir sparisjóðir hafa verið að reyna að koma sér inn í nýja tímann, m.a. Sparisjóðurinn í Keflavík, SPRON og fleiri sparisjóðir hafa verið að reyna að koma sér inn í nýja tímann, að geta aflað sér eigin fjár með hagkvæmum hætti og með því að bjóða út hlutafé, þ.e. að breyta sparisjóðunum í hlutafélög. Í sjálfu sér get ég ekki séð annað en að hæstv. ráðherra sé að reyna að segja okkur að hún sé að koma í veg fyrir það að sparisjóðirnir komist inn í nútímann. Mér finnst það sorglegt og ekki mikil virðing borin fyrir þeim stofnfjáraðilum sem hafa lagt stórfé í Sparisjóð Keflavíkur með því að segja að engin ástæða sé til að taka neitt tillit til þess hvað þar hefur verið að gerast. Þar hefur kannski ýmislegt gerst sem ekki er venjulegt í sparisjóðakerfinu en er samt staðreynd.