Fjármálafyrirtæki

Föstudaginn 01. nóvember 2002, kl. 11:27:14 (905)

2002-11-01 11:27:14# 128. lþ. 20.5 fundur 215. mál: #A fjármálafyrirtæki# (heildarlög) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 128. lþ.

[11:27]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er rangt að ég sé á móti lögunum í heild sinni eða frv. Ég er mjög sáttur við frv. nema hvað varðar sparisjóðina. Það að Fjármálaeftirlitið hafi úrskurðað þessi tilboð ólöglög, eins og hæstv. ráðherra sagði, er ekki rétt. Fjármálaeftirlitið sagði að með ákveðnum skilyrðum, t.d. að breyta sparisjóðnum í hlutafélag eins og stjórn sparisjóðsins ætlaði, væri algerlega heimilt og það var einmitt það sem var fyrirætlunin. Tilboð Búnaðarbankans var löglegt og heimilt og er heimilt í dag. En hins vegar var hinu tilboðinu alfarið hafnað.