Fjármálafyrirtæki

Föstudaginn 01. nóvember 2002, kl. 15:01:40 (954)

2002-11-01 15:01:40# 128. lþ. 20.5 fundur 215. mál: #A fjármálafyrirtæki# (heildarlög) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 128. lþ.

[15:01]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ekki rétt sem hér kemur fram. Þessi ákvæði hafa verið alveg skýr frá því að við ræddum þau á þinginu í fyrra, hvernig fara skyldi með vald yfir sjálfseignarstofnunum. Það er ekkert nýtt. Ég endurtek að þetta frv. sem nú er til umfjöllunar breytir ekki þeim lögum sem við settum í fyrra. Það er sem sagt ekki horfið frá því að sparisjóðir geti breytt sér í hlutafélög ef þeim sýnist svo. Mér finnst mjög mikilvægt að það komi fram að það sem kom upp í sumar í sambandi við yfirtökuna var ekki út af því að Alþingi breytti lögum í fyrra á þann veg að hægt væri að breyta sparisjóðum í hlutafélög. Mér finnst þá a.m.k. að mín ábyrgð í sambandi við þessa uppákomu í sumar sé minni vegna þessa.

Ég skal hins vegar alveg taka undir að þetta er áreiðanlega ekki 100% fullkomið frekar en nokkuð annað undir sólinni.