Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 01. nóvember 2002, kl. 15:27:14 (960)

2002-11-01 15:27:14# 128. lþ. 20.6 fundur 244. mál: #A stjórn fiskveiða# (flutningur aflaheimilda milli ára) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 128. lþ.

[15:27]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Því er ekki að neita að það sem hv. þm. nefnir er allt saman álitamál og tengist því sem hv. þm. Jóhann Ársælsson sagði, þ.e. að svona úthlutanir yrðu alltaf umdeildar. Og það undirstrikar eiginlega það sem ég var að segja áðan því að með því að nota mismunandi aðferðir í þessum tilgangi þá náum við kannski til langflestra þeirra sem við vildum styðja á þennan hátt og kannski til allra. Þó að ein aðferðin hjálpi einum, sú næsta öðrum og sú þriðja þeim þriðja þá erum við, þegar við lítum á heildina, að ná þeim árangri sem við viljum stefna að.