Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 01. nóvember 2002, kl. 15:37:11 (966)

2002-11-01 15:37:11# 128. lþ. 20.6 fundur 244. mál: #A stjórn fiskveiða# (flutningur aflaheimilda milli ára) frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 128. lþ.

[15:37]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Þó að hér hafi eingöngu verið talað út frá dæminu sem gerðist á Þingeyri þá á það sama við um Bíldudal. Þangað var úthlutað kvóta Vesturbyggðar. Ég hygg að það hafi líka haft áhrif m.a. á Þingeyri að þar eru skráðir bátar sem ekki eru að landa afla á Þingeyri, þ.e. voru skráðir þar með heimahöfn þó það sé ekki lengur. Þess vegna vil ég beina þeim tilmælum til ráðherra að þessi mál verði skoðuð aftur ofan í kjölinn vegna þess að ég hygg að jafnvel þær forsendur sem voru til staðar þegar menn fóru í gegnum þessa ákvörðun --- en ég tel að það hafi verið óréttlátt að fara svona í þetta --- eru jafnvel ekki lengur til staðar. Þess vegna held ég að vel mætti skoða málið upp á nýtt.