Skýrsla um starfslok forstjóra Landssímans

Mánudaginn 04. nóvember 2002, kl. 15:28:56 (995)

2002-11-04 15:28:56# 128. lþ. 21.1 fundur 208#B skýrsla um starfslok forstjóra Landssímans# (óundirbúin fsp.), GÁS
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 128. lþ.

[15:28]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Ég vil minna á að hæstv. ráðherra var auðvitað nauðbeygður fyrr á þessu ári til þess að upplýsa hér um ýmsa einstaka þætti í rekstri Símans og hann verður það líka í þessari lotu. Það liggur ljóst fyrir. Ég mun ekki láta kyrrt liggja. Ég mun í kjölfarið fara þess formlega á leit við Ríkisendurskoðun að hún taki saman sambærilega skýrslu fyrir mig sem alþingismann. Ef það gengur ekki mun ég leggja fram þáltill. því ég er handviss um að þingheimur vill ekki láta traktera sig með þessum hætti. Það er af og frá að mál gangi svona til. Og ég vænti þess að hæstv. forsrh., oddviti ríkisstjórnarinnar, kippi í hæstv. samgrh. og málinu í liðinn.