Grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 14:18:05 (1034)

2002-11-05 14:18:05# 128. lþ. 22.7 fundur 27. mál: #A grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort# þál., Flm. BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[14:18]

Flm. (Bryndís Hlöðversdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aðeins hnykkja á því að ég er ekki að leggja til að kostnaður við mat á umhverfisáhrifum verði alfarið tekinn úr höndum framkvæmdaraðila. Ég held að það sé að hluta til mjög æskilegt að hann beri þennan kostnað. En kostnaðurinn er óhóflega mikill hér á landi í samanburði við önnur ríki sem við berum okkur gjarnan saman við vegna þess að þessi grunngögn vantar. Það er einugis það sem ég er að leggja til, ekki að umhverfismatsferlið verði allt tekið úr höndum framkvæmdaraðila. Við verðum líka að hafa í huga hvort við viljum sjá að minni aðilar, t.d. sveitarfélög, geti í auknum mæli nýtt auðlindir sínar. Það væri hagkvæmt fyrir slíka aðila yrði örlítið dregið úr þessum kostnaði og hann sé að einhverju leyti fenginn úr samfélagslegum sjóðum, þ.e. til grunnrannsókna.