Ójafnvægi í byggðamálum

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 14:56:29 (1048)

2002-11-05 14:56:29# 128. lþ. 22.8 fundur 29. mál: #A ójafnvægi í byggðamálum# þál., KÓ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[14:56]

Kjartan Ólafsson (andsvar):

Herra forseti. Ég fékk ekki svar við spurningu minni sem gekk út á það hvort það ætti að ganga með öðrum hætti um fiskimiðin en núverandi fiskveiðistjórnarkerfi gerir ráð fyrir.

Ég vil jafnframt benda flm. á, hv. þingmanni, að vinnubrögð eru breytt, bæði við fiskveiðarnar og -vinnsluna. Við verðum að átta okkur á því hvernig umhverfið hefur breyst með tilliti til nýrra vinnubragða og meiri tækni. Það er minnkandi þörf fyrir vinnuaflið í þessari atvinnugrein eins og öðrum grunngreinum þjóðfélagsins.