Ójafnvægi í byggðamálum

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 16:37:39 (1079)

2002-11-05 16:37:39# 128. lþ. 22.8 fundur 29. mál: #A ójafnvægi í byggðamálum# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[16:37]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég veit alveg hvað hv. þm. er að fara. Hann telur að þar sem fyrir liggi pólitísk ákvörðun um að Eyjafjarðarsvæðið og Akureyri skuli efld eigi bara ósköp einfaldlega að fara þannig í hlutina að allar fjárhæðir sem varði þetta svæði á fjárlögum verði hækkaðar svolítið og þannig geti þetta gerst mjög hratt og þar fram eftir götunum. Þetta er ekki svona einfalt. Og til þess að vinna þetta mál hefur verið ákveðið, eins og kemur fram í byggðaáætlun, að vinna sérstaka byggðaáætlun fyrir þetta svæði. Sú vinna er þegar hafin. Skipuð hefur verið nefnd sem mun halda utan um það starf. Hún mun skila áfangaskýrslu innan sex mánaða og síðan mun þetta miklu frekar skila sér í fjárlögum næsta árs, þ.e. 2004. Þetta verður byggt á stefnu sem unnin er af ríkisvaldinu með heimamönnum þannig að innviðirnir verði sterkir og hægt verði að vinna þetta málefnalega til þess að það sé frambúðar. Ég sé fyrir mér að þeir þingmenn hér í salnum --- nú, það er komið rautt ljós.