Verðmyndun á innfluttu sementi

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 17:37:54 (1089)

2002-11-05 17:37:54# 128. lþ. 22.9 fundur 32. mál: #A verðmyndun á innfluttu sementi# þál., 133. mál: #A framtíðarhlutverk Sementsverksmiðjunnar hf.# þál., Flm. JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[17:37]

Flm. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil benda á hve gríðarlega miklir hagsmunir eru hér í húfi, þ.e. hvort rekstur Sementsverksmiðjunnar verði tryggður áfram eða ekki. Þessi biðtími getur verið þungur.

Hvað t.d. ef þetta yrði dæmt ólöglegt af hálfu þessa innflytjanda og verksmiðjan væri búin að bíða varanlegt fjárhagslegt tjón? Hvernig ætla menn að reka það skaðabótamál?

Ég ítreka ósk mína um að hæstv. iðnrh. og ríkisvaldið taki nú þegar á þessum málum af fullri festu. Einn liðurinn gæti verið sá að meðan verið er að útkljá þetta mál yrði sett á tímabundið innflutningsgjald á sementi þannig að samanburðurinn og samkeppnin séu á eðlilegum grunni.

Ég spyr hæstv. ráðherra: Mun hún beita sér fyrir því?