Orkuverð á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða

Miðvikudaginn 06. nóvember 2002, kl. 15:10:01 (1130)

2002-11-06 15:10:01# 128. lþ. 24.6 fundur 160. mál: #A orkuverð á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 128. lþ.

[15:10]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Þessi hækkun sem hæstv. ráðherra tekur til, 4,9% almenn hækkun á alla, jafnt á alla. Ég hefði viljað fá að heyra hverjir voru taxtar til orkufrekra iðnfyrirtækja og einstaklinga fyrir og eftir þá eignabreytingu sem varð þarna til að menn sjái það svart á hvítu. Við erum í heildina að tala um um 8--10% hækkun á rafmagninu. Það er vert að gera sér grein fyrir því að Orkubú Vestfjarða var með lægri taxta til bæði einstaklinga og fyrirtækja en almennt gerðist þannig að í raun rann arður fyrirtækisins af góðum rekstri þess beint til einstaklinganna og atvinnulífsins. En með eignabreytingunni er hægt að innheimta arðinn beint til eigandanna. Þarna varð á grundvallarformbreyting.

Ég ítreka það, herra forseti, að ég hefði heldur viljað fá að heyra beinharða taxtana í krónum talið sem hér er um að ræða.