Orkuverð á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða

Miðvikudaginn 06. nóvember 2002, kl. 15:11:17 (1131)

2002-11-06 15:11:17# 128. lþ. 24.6 fundur 160. mál: #A orkuverð á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., Fyrirspyrjandi ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 128. lþ.

[15:11]

Fyrirspyrjandi (Árni Steinar Jóhannsson):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir þær upplýsingar sem fram hafa komið um þessa 7,9% hækkun frá breytingunni. En ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort skilja beri ráðherrann svo, þegar hún segir að ekki séu áform um hækkun á næstu árum, að Orkubú Vestfjarða verði næstu ár rekið sem sérstakt fyrirtæki, þ.e. Orkubú Vestfjarða, en ekki sameinað öðrum fyrirtækjum eins og hefur komið fram í umræðunni undanfarið. Þá er verið að tala um sameiningu við Rarik eða jafnvel Rarik og Norðurorku. Það væri nauðsynlegt að fá upplýsingar um það hjá hæstv. ráðherra hvort skilja beri þessi ummæli þannig að það sé stefnubreyting hvað þetta varðar og Vestfrðingar megi búast við að halda Orkubúi Vestfjarða þó að það sé eign ríkisins eftir þessar breytingar.