Ummæli ráðherra

Fimmtudaginn 07. nóvember 2002, kl. 10:56:29 (1169)

2002-11-07 10:56:29# 128. lþ. 25.93 fundur 231#B ummæli ráðherra# (um fundarstjórn), SJS
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 128. lþ.

[10:56]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Það kemur mér mjög á óvart að forseti skuli ekki gera athugasemdir við orð hv. 1. þm. Norðurl. e. sem undir röngu yfirskyni kveður sér hér hljóðs um fundarstjórn forseta til þess eins að vega að þeim sem nú er í ræðustóli. Hann nefndi ekki fundarstjórn forseta einu einasta orði en notaði tækifærið --- og kann nú þingsköpin og háttvísina sá hv. þm., 1. þm. Norðurl. e. --- til þess að fara með ásakanir í minn garð.

Herra forseti. Ég tel að þetta sé heldur slök fundarstjórn í báðum tilvikum, því tilvikinu sem ég nefndi fyrr og eins hinu, að vanda ekki um við hv. 1. þm. Norðurl. e., Halldór Blöndal, sem gróflega misnotaði þingsköpin hér. Hann kvaddi sér hljóðs á röngum forsendum til þess eins að reyna að vega að ræðumanni, en notaði til þess þetta form, fundarstjórn forseta. Ég tel því að forseti þurfi að hugsa alvarlega sinn gang ef hann ætlar að leyfa svona hlutum að halda hér áfram.