Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2001

Fimmtudaginn 07. nóvember 2002, kl. 12:16:52 (1193)

2002-11-07 12:16:52# 128. lþ. 25.1 fundur 228#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2001# (munnl. skýrsla), HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 128. lþ.

[12:16]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég hef litlu við það að bæta sem hv. 13. þm. Reykv. sagði nema einungis vekja athygli á því að hin erlendu símafyrirtæki lýstu þeirri skoðun sinni að það væri erfitt að eiga viðskipti við Landssímann sem opinbert fyrirtæki eftir að það hefði verið einkavætt og sami skilningur kom fram og sama skoðun hjá póst- og símamálastjóra, Ólafi Tómassyni, á þeim tíma. Um það getum við varla verið ósammála. Síðan getum við deilt um það hvort þetta álit póst- og símamálastjóra á þeim tíma hafi verið réttmætt eða ekki en þannig lá í málinu. Ég var honum sammála og það var þess vegna sem ég beitti mér mjög fyrir því að Landssímanum var breytt í hlutafélag. Ég vildi raunar einkavæða Landssímann fyrir tíu árum og hefði það betur verið gert.