Endurgreiðsla oftekinna skatta og gjalda

Mánudaginn 11. nóvember 2002, kl. 17:59:34 (1282)

2002-11-11 17:59:34# 128. lþ. 26.9 fundur 323. mál: #A endurgreiðsla oftekinna skatta og gjalda# (vextir) frv., fjmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 128. lþ.

[17:59]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Frv. þetta er til komið vegna breytinga sem orðið hafa með lögum sem hér voru samþykkt í fyrra, nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.

Í frv. eru lagðar til breytingar á 2. gr. laga nr. 29/1995, um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda. Í frv. eru lagðar til tvær breytingar til samræmis við þær breytingar sem gerðar voru á lögunum um vexti og verðtryggingu.

Samkvæmt gildandi ákvæðum laga skal miða við að vextir vegna ofgreiddra skatta og gjalda skuli vera jafnháir hæstu vöxtum óbundinna sparireikninga á hverjum tíma. Þar sem viðmiðunin ,,óbundnir sparireikningar`` er ekki lengur notuð er lagt til að vextir verði framvegis jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 og fjallar um vexti af skaðabótakröfum.

Þessi breyting er sambærileg ákvæði í lögunum um tekjuskatt og eignarskatt sem ég mælti fyrir breytingu á hér fyrr á fundinum og mun breytingin leiða til lítils háttar hækkunar á vöxtum vegna ofgreiddra skatta og gjalda eins og áður var rakið. Dráttarvextir verða þeir sömu og Seðlabankinn ákveður samkvæmt 6. gr. laganna um vexti og verðtryggingu, sbr. 2. mgr. 1. gr. frv.

Ég legg til, herra forseti, að þessu máli verði vísað til hv. efh.- og viðskn. að lokinni 1. umr. og sömuleiðis til 2. umr.