Verndun hafs og stranda

Þriðjudaginn 12. nóvember 2002, kl. 14:46:26 (1299)

2002-11-12 14:46:26# 128. lþ. 27.6 fundur 240. mál: #A verndun hafs og stranda# (heildarlög) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 128. lþ.

[14:46]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég gæti tiltekið einn þátt þessa máls, t.d. afleiðingar af nýtingu lífríkisins í hafinu sem fer fram með alls konar stórvirkum vinnuvélum, trollum og alls konar tækjum. Mikil mengun getur hlotist af og mikil umhverfisröskun á hafsbotni. Lífríkið hefur auðvitað verið skemmt mjög mikið víða. Mér finnst að eftirlitið þarna ætti að vera í höndum umhvrn. og menn þyrftu að fara að hugsa þessi mál frá nýju sjónarhorni. Þetta er eitt af því sem mér finnst skipta mestu máli í sambandi við mengun og umgang um lífríki hafsins. Það hlýtur að verða hluti af umræðunni þegar verið er að tala um hluti af þessu tagi.