Verndun hafs og stranda

Þriðjudaginn 12. nóvember 2002, kl. 14:59:23 (1307)

2002-11-12 14:59:23# 128. lþ. 27.6 fundur 240. mál: #A verndun hafs og stranda# (heildarlög) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 128. lþ.

[14:59]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Það eru ekki mörg ár síðan verulegt magn af geislavirkum efnum mældist í kræklingi og skelfiski fyrir utan vesturströnd Bretlands, langt yfir viðmiðunarmörkum. Þau voru einmitt rakin til þessa sérstaka efnis. Ég held að það sé löngu ljóst að mengunarhættan af þessu efni er til staðar. Auðvitað þynnist þetta mjög hratt út í hafinu, sem betur fer segi ég nú. Engu að síður er af þessu gríðarleg hætta vegna þess hversu helmingunartíminn er óskaplega langur og ef þetta er á annað borð komið í náttúruna verður aldrei hægt að losna við það. Það að svo hægt skuli ganga að koma þessu út úr þessari stöð og hætta þessari losun er með ólíkindum. Að jafnábyrg þjóð og Bretar skuli leyfa sér þetta er með ólíkindum.