Húsnæðismál Tækniháskóla Íslands

Miðvikudaginn 13. nóvember 2002, kl. 13:57:34 (1345)

2002-11-13 13:57:34# 128. lþ. 29.2 fundur 220. mál: #A húsnæðismál Tækniháskóla Íslands# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 128. lþ.

[13:57]

Fyrirspyrjandi (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir svar hans en ég held að það sé alveg einboðið að það verði að fara að einhenda sér í að skipuleggja húsnæðismál Tækniháskólans. Ég hvet um leið forráðamenn Tækniháskólans og nýskipaðan rektor til að sýna frumkvæði í því að setja fram hugmyndir í húsnæðismálum þessa nýstofnaða háskóla. Það er afskaplega mikilvægt, ekki bara fyrir háskólann sjálfan heldur líka fyrir nýjungar og nýsköpun í samfélagi okkar þannig að það verði ákveðin gerjun í samfélaginu. Hún gæti sem best tengst nákvæmlega þessum svæðum sem ég nefndi áðan, í Garðabæ eða Kópavogi. Það væri afskaplega gott fyrir Tækniháskóla Íslands sem er ákveðin vítamínsprauta í atvinnulífinu.