Húsnæðismál Listaháskóla Íslands

Miðvikudaginn 13. nóvember 2002, kl. 14:07:01 (1350)

2002-11-13 14:07:01# 128. lþ. 29.3 fundur 232. mál: #A húsnæðismál Listaháskóla Íslands# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 128. lþ.

[14:07]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég endurtek að forsendan fyrir því að hægt sé að ræða um staðsetningu nýbyggingar fyrir Listaháskóla Íslands er að menn hafi nokkuð þroskaðar hugmyndir um hversu mikils rýmis stofnunin þarfnast. Þess vegna er sú þarfagreining sem nú fer fram og er á lokastigi forsendan fyrir því að menn skoði málin frekar.

Ég legg einnig áherslu á það að þar sem Listaháskóli Íslands er einkaskóli þá er mjög mikils virði að hann hafi frumkvæði að sínum húsnæðismálum sjálfur og ef hann hefur áhuga á þessu svæði að þá komi hann þeim óskum á framfæri.