Samkeppnisstaða íslenskrar mjólkurframleiðslu

Miðvikudaginn 13. nóvember 2002, kl. 15:19:49 (1383)

2002-11-13 15:19:49# 128. lþ. 29.20 fundur 333. mál: #A samkeppnisstaða íslenskrar mjólkurframleiðslu# fsp. (til munnl.) frá landbrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 128. lþ.

[15:19]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Í tillögu sem sú sem hér stendur flutti á Alþingi fyrir skömmu var lagt til að kanna hvaða ástæður lægju að baki háu matarverði á Íslandi. Það er fróðlegt, í þeirri miklu umræðu sem hefur farið fram um allt þjóðfélagið síðan, að sjá hve margir hafa talið sig þekkja svarið. Það er ekki svo einfalt. Í þeirri umræðu hefur komið fram að nautakjötsframleiðendur fá minnst til sín af verðinu sem menn greiða fyrir kjötið úr búð.

Spurt er hvernig skilyrði stjórnvöld skapi, t.d. framleiðendum. Með samanburði milli Íslands og Norðurlanda ætti að koma í ljós hvaða ólíku hlekkir mynda matarverðið og hver munurinn er þar á, m.a. hver er mismunur á stuðningi við greinarnar.

Virðulegi forseti. Af því ég sé hér hv. þm. Kjartan Ólafsson af Suðurlandi ætla ég líka að bæta því við að fyrir utan samkeppni og verð munu gæði og góður matur alltaf skipta máli, hvort sem það er slátur, lifrarpylsa, nýmjólk eða íslenskt jógúrt.