Samkeppnisstaða íslenskrar mjólkurframleiðslu

Miðvikudaginn 13. nóvember 2002, kl. 15:25:01 (1387)

2002-11-13 15:25:01# 128. lþ. 29.20 fundur 333. mál: #A samkeppnisstaða íslenskrar mjólkurframleiðslu# fsp. (til munnl.) frá landbrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 128. lþ.

[15:25]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Hér er spurt um hvernig hægt er að standa vörð um íslenska mjólkurframleiðslu.

Ég tel að íslensk mjólkurframleiðsla sé á heimsmælikvarða. Ég tel að mjólkurbúin hafi sýnt og sannað að þau framleiða afburðagóða vöru sem stenst allar þær kröfur sem hægt er að hugsa sér.

Við sjáum hvernig hægt hefur verið að auka framleiðsluna. Íslenskar mjólkurkýr mjólka stöðugt meira eftir því sem árin líða. Þar hefur orðið mikil framþróun.

Ég tel að hæstv. landbrh. ætti að standa vörð um íslenskan landbúnað með því að tryggja að Landssamband kúabænda fái góðan samning í framtíðinni eins og sá samningur hefur verið sem nú er í gildi. Sá samningur hefur tryggt undirstöðu þess að bændur geta þó lifað af mjólkurframleiðslu í dag.