Samgöngur milli lands og Vestmannaeyja

Miðvikudaginn 13. nóvember 2002, kl. 15:41:44 (1394)

2002-11-13 15:41:44# 128. lþ. 29.9 fundur 98. mál: #A samgöngur milli lands og Vestmannaeyja# fsp. (til munnl.) frá samgrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 128. lþ.

[15:41]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ekki fer á milli mála að samgöngur eru Vestmanneyingum og okkur öllum afar mikilvægar og Herjólfur er í raun þjóðvegurinn til Vestmannaeyja. Flugið hefur því miður gjaldfellt sig út af markaðnum og fyrir venjulegt fólk er það of kostnaðarsamt, það er of dýr kostur. En það er frekar hagstætt að fara með Herjólfi og Herjólfur er mjög gott skip.

Það er eitt sem ég mundi vilja leggja áherslu á og það er að þriðju ferðinni með Herjólfi væri bætt við á álagstímum. Eins þurfum við að lagfæra veginn niður að Bakka, ég held að það skipti Vestmanneyinga mjög miklu máli því núna í septemer voru 21 þús. manns búnir að fara um Bakkaflugvöll.

Hæstv. forseti. Samgöngur við Vestmannaeyjar eru afar mikilvægar, ekki aðeins fyrir ferðamenn, heldur fyrir Vestmanneyinga og okkur öll, og Vestmanneyingar eiga aðeins skilið það besta.