Utandagskrárumræða um kræklingarækt

Fimmtudaginn 14. nóvember 2002, kl. 10:33:49 (1461)

2002-11-14 10:33:49# 128. lþ. 30.91 fundur 235#B utandagskrárumræða um kræklingarækt# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 128. lþ.

[10:33]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Það er óheppilegt að sjútvrh. er ekki hér til staðar í dag til þess að svara hv. þm. Pétri Bjarnasyni, en hann er bundinn við skyldustörf á sjómannaþingi. Hv. þm. Pétur Bjarnason hafði fyrst samband við sjútvrh. vegna þessa máls í gær þannig að hann hefði mátt vita að það væri kannski ekki í hendi að hægt væri að hafa slíka umræðu í dag fyrst fresturinn var svo stuttur.

Það er líka alveg ljóst að umræðan um kræklingaeldi flokkast naumlega undir brýnt eða aðkallandi mál sem ekki er hægt að leggja fram í formi t.d. þingmáls. Það hefði e.t.v. verið heppilegra. Ég bendi þingmanninum á að hann hefði getað lagt t.d. fram fyrirspurn sem hefði þá mátt e.t.v. svara í gær. Einnig eru óundirbúnar fyrirspurnir á mánudag.