Stjórnsýslulög

Fimmtudaginn 14. nóvember 2002, kl. 11:20:59 (1479)

2002-11-14 11:20:59# 128. lþ. 30.1 fundur 348. mál: #A stjórnsýslulög# (rafræn stjórnsýsla) frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 128. lþ.

[11:20]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að þau skref séu stigin í réttri röð með frv. og síðan er skipun nefndarinnar sem varðar Þjóðskjalasafnið. Ég held að þetta þurfi að fylgjast mjög vel að eins og hv. þm. benti á og ég er sammála honum um það.

Varðandi kosningarnar þó að það sé aðeins annar hlutur í þessu samhengi, þá þurfa menn náttúrlega að vera orðnir algerlega sannfærðir um að það kerfi sé jafnöruggt og hið gamla kerfi, hægt sé að sannreyna það með þeim hætti, ekki bara sérfræðingar heldur aðrir aðilar geti sannreynt það kerfi.

Í annan stað, þó það komi tækninni ekki við, þá er ég svo gamaldags að ég kvíði því þegar kosninganóttinni lýkur á 20 sekúndum. Ég hlakka ekki til þess og sjónvarpsþættirnir verða búnir eftir fimm mínútur þegar allt liggur fyrir alls staðar í einni bunu og karlarnir eða kerlingarnar sem þá verða uppi eiga að fara að tjá sig um úrslitin í einum logandi grænum í sjónvarpinu, en það er nú önnur saga.