Birting laga og stjórnvaldaerinda

Fimmtudaginn 14. nóvember 2002, kl. 12:16:49 (1497)

2002-11-14 12:16:49# 128. lþ. 30.4 fundur 352. mál: #A birting laga og stjórnvaldaerinda# (Lögbirtingablaðið) frv., KLM
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 128. lþ.

[12:16]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Örstutt um þetta. Eiginlega bara ein spurning til hæstv. dómsmrh. sem hér flytur frv. til laga um breyting á lögum, eins og hér var talað um, um heimild til að gefa Lögbirtingablaðið út og dreifa því á rafrænan hátt, sem er auðvitað í takt við nýja tíma.

Vegna þess að dómsmrn. hefur ekki náð að flytja mikið af störfum sem undir dómsmrn. eða stofnanir þess heyra út á land vegna fjarvinnslu og annarra þátta, þá datt mér í hug að spyrja dómsmrh. út í það hvort ekki hafi verið skoðað eða komið til tals að flytja þá starfsemi jafnframt út á land, vegna þess að nú á að fara að sjá um þetta meira í rafrænu formi eins og hér hefur komið fram og þá mundi ég halda að hér væri alveg upplagt tækifæri til þess að flytja starfsemi og umsýslu Lögbirtingablaðsins, sem verður í framtíðinni á rafrænu formi, út á landi og þar með gæti dómsmrn. sagt frá því að á kjörtímabilinu hafi einhver störf varðandi fjarvinnslu eða rafræna stjórnsýslu verið flutt út á land.