Sala Búnaðarbankans

Mánudaginn 18. nóvember 2002, kl. 15:08:10 (1514)

2002-11-18 15:08:10# 128. lþ. 31.1 fundur 242#B sala Búnaðarbankans# (óundirbúin fsp.), SJS
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 128. lþ.

[15:08]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Heldur voru þessi svör rýr í roðinu. Ég held að hæstv. forsrh. þurfi að gera betri grein fyrir því hvort það er trúverðugt og samræmist þeim markmiðum um að hverfa frá öllum hugmyndum um dreift eignarhald til þess að til sögunnar komi þá í stað eignarhalds ríkisins öflugur kjölfestueigandi, að ekkert liggur fyrir hvernig þessi eignalega samsetning verður. Það kom fram í framhjáhlaupi hjá aðilunum sem voru valdir til að kaupa Landsbankann að þeir hefðu ekkert í huga að eiga hann nema í mesta lagi kannski 2--4 ár. Þetta var spekúlatíf fjárfesting af þeirra hálfu. Síðan kemur í ljós að aðilinn sem fær að kaupa Búnaðarbankann, það eina sem um hann er vitað er að hann er nátengdur Framsfl. og gamla Sambandinu. Að öðru leyti veit enginn hver kemur til með að eiga hvað, hvenær þeir eiga peninga til að borga fyrir þetta og þar fram eftir götunum. Samt er gengið fram hjá aðila eins og Kaldbakshópnum sem sannanlega hefði þó væntanlega getað reitt fram peninga og borgað strax. Er þetta mjög trúverðugt, herra forseti? Getur ekki hæstv. forsrh. reynt aðeins betur?