Sala Búnaðarbankans

Mánudaginn 18. nóvember 2002, kl. 15:11:16 (1517)

2002-11-18 15:11:16# 128. lþ. 31.1 fundur 242#B sala Búnaðarbankans# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 128. lþ.

[15:11]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Mér finnst dálítið sérstakt þegar við blasir að áform ríkisstjórnarinnar voru að selja a.m.k. 25% til kjölfestuaðila og selja síðan um 45% til kjölfestuaðila, að þá sé það dregið í efa að það markmið hafi náðst að selja eignarhlut í bankanum til kjölfestuaðila. Það var ekki aðeins að menn seldu meira en 25% til eins aðila, eins og við ætluðum að gera, heldur 45%. Mér finnst þess vegna afar merkilegt að við þær aðstæður skuli það markmið vera dregið í efa í sölum Alþingis.