Framkvæmd laga um þjóðlendur

Mánudaginn 18. nóvember 2002, kl. 15:23:09 (1526)

2002-11-18 15:23:09# 128. lþ. 31.1 fundur 244#B framkvæmd laga um þjóðlendur# (óundirbúin fsp.), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 128. lþ.

[15:23]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Ég held að besta leiðin til þess að fá úr þessum álitaefnum skorið sé að fá dómsniðurstöðu í Hæstarétti Íslands. Við hana munu allir væntanlega una og allir eiga að geta treyst því að þar sé gætt allra þeirra sjónarmiða sem máli skipta og þau höfð til hliðsjónar í þessu máli.

Auðvitað eru til hæstaréttardómar þar sem dregið er í efa gildi eignarheimilda og menn hafa deilt um það gegnum tíðina með hvaða hætti eignarréttindi hafa myndast á þessum svæðum og hver sé staða jafnvel þinglýstra eignarheimilda. Til eru dómar um þetta mál. Spurningin er: Eiga þeir við almennt talað varðandi greiningu lands í þjóðlendur og annað land eða ekki? Hér eru fjölmörg önnur álitamál og eina leiðin til þess að fá endanlega niðurstöðu er að fá fordæmisgefandi úrskurð frá Hæstarétti Íslands.