Viðbótarlán Íbúðalánasjóðs

Mánudaginn 18. nóvember 2002, kl. 15:27:34 (1530)

2002-11-18 15:27:34# 128. lþ. 31.1 fundur 245#B viðbótarlán Íbúðalánasjóðs# (óundirbúin fsp.), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 128. lþ.

[15:27]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Út af fyrir sig er ánægjulegt að það er góð eftirspurn eftir þeirri þjónustu sem Íbúðalánasjóður veitir, enda hefur hann reynst ágætlega í núverandi búningi þrátt fyrir andstöðu stjórnarandstöðuflokkanna við breytt fyrirkomulag á sínum tíma.

Þingmaðurinn er að spyrja um mál sem er til meðferðar í Alþingi og í ríkisstjórn og mun hljóta afgreiðslu þegar þessi tvö frv. verða afgreidd. Auðvitað get ég ekki hér, hvorki varðandi þetta atriði né önnur í fjárlögum eða fjárlagafrv., upplýst um endanlega niðurstöðu fyrr en hún er klár. Ég veit ekki betur en 2. umr. fjáraukalaga og fjárlaga sé fyrirhuguð í næstu viku og að við ætlum að klára þessi frv. skömmu eftir næstu mánaðamót. Þá verður þetta allt saman fyrirliggjandi.