Samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni

Þriðjudaginn 19. nóvember 2002, kl. 17:44:51 (1631)

2002-11-19 17:44:51# 128. lþ. 32.13 fundur 18. mál: #A samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni# þál., HBl (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 128. lþ.

[17:44]

Halldór Blöndal (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hv. 3. þm. Norðurl. v., Kristján L. Möller, hafði kvatt sér hljóðs til þess að veita andsvar við því sem ég sagði sem venja er að gefa þingmanni kost á þegar í stað áður en hann kveður sér hljóðs um fundarstjórn forseta að ég hygg, sami maður. Ég óska eftir því að farið sé að þingsköpum og hv. þm. veiti andsvar við ræðu minni eins og þingsköp segja til um.

(Forseti (ÍGP): Þetta er hárrétt. Hv. 3. þm. Norðurl. v. hafði kvatt sér hljóðs um fundarstjórn forseta en það komu líka fram óskir frá hv. 1. þm. Norðurl. e. og hv. 3. þm. Norðurl. v. hefur fallist á að fresta þessari umræðu, en áður en til þess kemur veitir hv. 3. þm. Norðurl. v. andsvar við ræðu hv. 1. þm. Norðurl. e.)