Eftirlit með iðn- og starfsnámi

Miðvikudaginn 20. nóvember 2002, kl. 14:19:57 (1655)

2002-11-20 14:19:57# 128. lþ. 34.3 fundur 335. mál: #A eftirlit með iðn- og starfsnámi# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 128. lþ.

[14:19]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég hef ekki á reiðum höndum upplýsingar um það hvaða skólar hafi sótt um snyrtifræðinám. Það er hins vegar fullkomlega eðlilegt þegar eftirspurn er svona mikil að skólarnir leitist við að bjóða upp á slíkt nám.

Það er rétt að geta þess að menntmrn. hefur gengist fyrir úttekt á einkaskólum, þar á meðal á Viðskipta- og tölvuskólanum í september 2000 og Snyrtiskóla Íslands vorið 2002.

Að því er varðar námssamninga er rétt að árétta hér að aðilar þeirra geta lögum samkvæmt slitið samningnum ef á honum eru vanefndir. Eins og kom enn fremur fram í máli mínu áðan geta að sjálfsögðu báðir aðilar málsins, þ.e. iðnneminn og meistarinn, slitið samningi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Jafnframt er það svo að ef t.d. iðnnemi vanrækir nám sitt ellegar að meistarinn eða iðnfyrirtæki brýtur samningsskyldur sínar getur menntmrn. hlutast til um, eftir að hafa rannsakað málið, að slíta námssamningi. En annars er það fyrst og fremst í höndum aðila málsins.