Heimsþing Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Þriðjudaginn 26. nóvember 2002, kl. 13:36:24 (1686)

2002-11-26 13:36:24# 128. lþ. 36.91 fundur 257#B heimsþing Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun# (aths. um störf þingsins), ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 128. lþ.

[13:36]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Ég vildi minna hv. þingmenn á að það var hæstv. forsrh. sem fór fyrir sendinefnd Íslands í Jóhannesarborg en að sjálfsögðu var hæstv. umhvrh. líka á svæðinu. Ég tek undir óskir hv. þm. Kolbrúnar Halldórsdóttur um að skýrsla umhvrn. um niðurstöður leiðtogafundarins í Jóhannesarborg verði tekin til umræðu á hinu háa Alþingi. Það er til lítils að senda sendinefndir yfir hálfan hnöttinn til þess að ræða um eins brýn mál og þar voru rædd ef síðan er engin eftirfylgni hér heima og engin úrvinnsla. Það hlýtur að vera orðið tímabært að skýrslan og þessi málefni verði rædd á hinu háa Alþingi.