Fjárlög 2003

Miðvikudaginn 27. nóvember 2002, kl. 11:07:39 (1731)

2002-11-27 11:07:39# 128. lþ. 37.4 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 128. lþ.

[11:07]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég bið um að hv. þingmaður slíti ekki orð eða setningar í máli mínu úr samhengi. Það er með engum hætti hægt að skilja orð mín eða skoðanir á þann veg að hér sé vá fyrir dyrum eða að slælega hafi verið haldið á málum. Þvert á móti kom það fram í framsöguræðu minni að hér er traust efnahagsstjórn og engin vá fyrir dyrum. Það er hins vegar eðlilegt að ríkisvaldið bregðist við einhverjum breytingum sem verða á borð við það sem ég nefndi áðan. Íslenska hagkerfið er mjög fljótt í viðbrögðum sínum og ég tel að við eigum að sýna það hvað ríkisútgjöldin varðar á þessu sviði. Ég vil hugga hv. þingmann með því að það er engin vá fyrir dyrum og það má m.a. þakka styrkri efnahagsstjórn á síðustu árum.