Fjárlög 2003

Miðvikudaginn 27. nóvember 2002, kl. 11:12:25 (1734)

2002-11-27 11:12:25# 128. lþ. 37.4 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 128. lþ.

[11:12]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka að ég tel að fjárln. og hv. Alþingi eigi ekki að mismuna svo í rekstri og skipulagi verkefna sjúkrahúsa á landinu sem hér er gert. Með því að mismuna fjárhag og rekstrargrunni sjúkrahúsa eftir því hvar þau eru staðsett hafa menn pólitísk áhrif á breytingar á stefnuna í heilsugæslu- og sjúkrahúsmálum. Verið er að færa hana í auknum mæli af landsbyggðinni og til höfuðborgarsvæðisins. Það á að styrkja heilsugæsluna um allt land og ég harma það ef þetta eiga að vera endanlegar tillögur af hálfu meiri hluta Alþingis varðandi fjárhagsvanda og rekstur sjúkrahúsanna úti um land.

Ég vil líka ítreka spurningu mína, virðulegi forseti, um framhaldsskólana.