Fjárlög 2003

Miðvikudaginn 27. nóvember 2002, kl. 11:17:54 (1737)

2002-11-27 11:17:54# 128. lþ. 37.4 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 128. lþ.

[11:17]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Ég samþykki ekki að ég hafi verið að snúa út úr fyrir hv. þingmanni og ágætri samlíkingu við hraðbát og stórt skip. Það var alls ekki tilgangurinn.

Í seinna andsvari mínu vil ég spyrja hv. þm. út í það sem hann fjallaði um í ræðu sinni, um stýrivexti og vaxtamun. Fram hefur komið að stýrivextir hafa verið að lækka, það er sannarlega rétt en vaxtamunur er samt sem áður óeðlilega mikill og í raun allt of mikill.

Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann telji að vaxtamunur í landinu sé eðlilegur nú. Ef svo er ekki, hvað telur hv. þm. eðlilegan og ásættanlegan vaxtamun miðað við efnahagskerfi okkar á Íslandi?