Fjárlög 2003

Miðvikudaginn 27. nóvember 2002, kl. 14:11:19 (1757)

2002-11-27 14:11:19# 128. lþ. 37.4 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 128. lþ.

[14:11]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef verið sakaður um ýmislegt um dagana en þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri það frá nokkrum manni að ég sé huglaus. Ég hef verið sakaður um allt milli himins og jarðar, allt annað en það.

Ég vil líka benda honum á að hagsmunir Vestfirðinga, svo og Snæfellinga, Akurnesinga, Skagfirðinga og allra þar á milli, eru nákvæmlega þeir sömu og allra annarra Íslendinga. Við eigum að gæta hagkvæmni, við eigum að leita hagkvæmustu leiða í rekstri ríkisins vegna þess að okkur ber að fara eins vel með fjármuni ríkisins og skattborgaranna og við getum helst gert. Það er mjög brýnt fyrir alla að við gerum það á eins ódýran hátt og góðan og við helst þekkjum. Þess vegna fara hagsmunir allra saman. Skiptir ekki máli frá hvaða kjördæmi menn koma eða hvað þeir heita.