Atvinnuleysisbætur

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 11:13:55 (1822)

2002-11-28 11:13:55# 128. lþ. 38.6 fundur 231. mál: #A atvinnuleysisbætur# fsp. (til munnl.) frá félmrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 128. lþ.

[11:13]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Það er rétt að minnast þess að bak við svona bætur er fólk sem þarf að lifa af þeim. Ég verð að segja, og ég held að ég geti talað fyrir munn okkar allra sem sitjum í þessum sal, að við gætum ekki lifað af núverandi atvinnuleysisbótum.

Atvinnuleysi hefur mjög færst í vöxt, atvinnuleysi t.d. fólks sem hefur ágæta menntun og hefur verið á ágætum launum, hefur bundið sína bagga í samræmi við það og gert sínar skuldbindingar. Það er alveg útilokað að geta samræmt það því að fá núverandi atvinnuleysisbætur. Annars staðar á Norðurlöndunum fær fólk 80% af meðallaunum síðustu 12 mánaða í atvinnuleysisbætur. Væri ekki athugandi að koma upp slíku kerfi hér á Íslandi? Hefur það aldrei verið reynt?