Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 14:21:45 (1866)

2002-11-28 14:21:45# 128. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 128. lþ.

[14:21]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Í þessari brtt. leyfum við okkur allra náðarsamlegast að leggja það til við hið háa Alþingi að framlög til húsafriðunarsjóðs verði hækkuð um 30 millj. kr. Þar er á ferðinni þjóðþrifastarfsemi sem hefur verið sárlega svelt þannig að menningarverðmæti liggja undir skemmdum úti um allt land svo tugum skiptir. Ein 45 hús á skrá Þjóðminjasafnsins fá alls engar fjárveitingar eins og fjármunum safnsins er háttað og brýn þörf er á því, herra forseti, að leggja meiri fjármuni til þessa verkefnis. Fátt er þarfara en að halda slíkum verðmætum við og forða þeim frá glötun. Nær alfarið er um launakostnað að ræða þegar ráðist er í viðhaldsverkefnin þannig að þarna er fjármunum varið til þarfra hluta í margföldum skilningi, bæði til varðveislu menningarverðmæta og til að greiða laun þeirra sem við þá varðveislu starfa.