Afbrigði

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 17:08:21 (1891)

2002-11-28 17:08:21# 128. lþ. 40.94 fundur 273#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), BH (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 128. lþ.

[17:08]

Bryndís Hlöðversdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um hvort taka eigi frv. til laga um hækkun á áfengis- og tóbaksgjaldi til sérstakrar hraðmeðferðar á Alþingi. Þingflokkur Samfylkingarinnar telur eðlilegt að málið hljóti þinglega meðferð, fari í gegn á eðlilegum hraða og þingmenn geti kynnt sér efni þess og velt fyrir sér áhrifum þess, m.a. á neysluvísitölu og öðrum afleiðingum af hækkuninni.

Með þessari afstöðu til málsmeðferðarinnar erum við ekki, herra forseti, að lýsa afstöðu til málsins sem slíks efnislega. Við leggjum eingöngu á það áherslu með afstöðu okkar að málið fái eðlilega og þinglega meðferð og verði tekið til umræðu undir eðlilegum gangi mála. Við munum því segja nei við því að málið fái sérstaka hraðmeðferð.