Gjald af áfengi og tóbaki

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 22:06:29 (1907)

2002-11-28 22:06:29# 128. lþ. 41.1 fundur 402. mál: #A gjald af áfengi og tóbaki# (hækkun gjalda) frv. 122/2002, Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 128. lþ.

[22:06]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. frá meiri hluta efh.- og viðskn. vegna þessa frv. til laga um breyting á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.

Nefndin fjallaði um þetta mál á fundi um kvöldmatarleytið og afgreiddi það. Ég er nefndarmönnum þakklátur fyrir röskleg vinnubrögð í málinu. Þetta mál er þannig vaxið að það þarf að afgreiðast fljótt og vel.

Í nál. er getið um við hverja var rætt til að leita álits þeirra á frv. En í stuttu máli leggur meiri hlutinn til að frv. verði samþykkt óbreytt.