Sala ríkisbankanna

Mánudaginn 02. desember 2002, kl. 15:05:17 (1911)

2002-12-02 15:05:17# 128. lþ. 43.1 fundur 284#B sala ríkisbankanna# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 128. lþ.

[15:05]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég tel að þessi vinnubrögð séu nákvæmlega í samræmi við það sem menn gátu ætlað. Það var ekki hægt að ákveða nákvæmlega hvaða tíma áreiðanleikakönnun af þessu tagi og annað uppgjör mundi taka. Ég tel að viðbrögð Kauphallarinnar séu hárrétt. Það er varfærnissjónarmið sem þeir eiga að fylgja og vekja athygli á. Það má segja að það sé einnig gert af formsástæðum að halda þessu uppi til að mynda gagnvart þeim sem sem erlendis eru og þekkja ekki til markaða hér heima. Ég hygg að hvorki ég né hv. þm. sem fyrirspurnina reisti hér þurfi að hafa áhyggjur af því þótt það dragist um örfáa daga eða vikur að ganga frá þessum miklu samningum. Þeir voru gerðir með fyrirvara um áreiðanleikakannanir og öðrum slíkum fyrirvörum sem menn þekkja. Ég á ekki von á öðru en að á endanum gangi þetta fram með þeim hætti sem til var stofnað.