Kræklingarækt

Mánudaginn 02. desember 2002, kl. 15:21:17 (1924)

2002-12-02 15:21:17# 128. lþ. 43.1 fundur 286#B kræklingarækt# (óundirbúin fsp.), GAK
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 128. lþ.

[15:21]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Frekar er ég ósáttur við þessi svör. Það er einfaldlega svo að við höfum stutt mjög rækilega við þorskeldið, m.a. hefur sjútvrn. beitt sér fyrir því að á Alþingi hafa verið sett lög og tillaga ráðuneytisins var samþykkt í þá veru að úthluta 500 tonnum á ári, fimm ár í röð, til þeirra sem eru í þorskeldi. Þetta er auðvitað, ef á það er litið, beinn fjárhagslegur styrkur.

Ég verð að lýsa undrun minni á því ef hæstv. ráðherra sér ekki sérstaka ástæðu til þess að leggja þessu máli lið. Hér er ekki um mikla fjármuni að ræða, 10 millj. mundu sjálfsagt duga vel í þetta verkefni til þess að koma því áfram.