Heimsókn forsætisráðherra Rúmeníu

Þriðjudaginn 03. desember 2002, kl. 15:11:48 (2005)

2002-12-03 15:11:48# 128. lþ. 44.91 fundur 288#B heimsókn forsætisráðherra Rúmeníu#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 128. lþ.

[15:11]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil vekja athygli hv. alþingismanna á því að forsætisráðherra Rúmeníu, Adrian Nastase, er staddur á þingpöllum ásamt fylgdarliði. Forsætisráðherra Rúmeníu er hér á landi í opinberri heimsókn í boði forsrh., Davíðs Oddssonar.

Ég vil fyrir hönd Alþingis bjóða forsætisráðherra Rúmeníu velkominn í Alþingishúsið og ég vænti þess að heimsókn hans til Íslands verði til þess að styrkja þau tengsl sem eru á milli landa okkar. Alþingi vottar forsætisráðherra Rúmeníu og rúmensku þjóðinni vináttu og virðingu.

Ég bið hv. alþingismenn að taka undir orð mín með því að rísa úr sætum. --- [Þingmenn risu úr sætum].