Hjúkrunardeild fyrir aldraða í Árborg

Miðvikudaginn 04. desember 2002, kl. 14:12:20 (2048)

2002-12-04 14:12:20# 128. lþ. 46.3 fundur 144. mál: #A hjúkrunardeild fyrir aldraða í Árborg# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KÓ
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 128. lþ.

[14:12]

Kjartan Ólafsson:

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda, hv. þm. Sigríði Jóhannesdóttur, fyrir þá fyrirspurn sem hún hefur lagt hér fram. Jafnframt þakka ég svar hæstv. heilbrrh. og það efni sem fram kom í svari hans. Það er ljóst að þörfin er mjög brýn á þessu svæði. Það má ekki einskorða umræðuna alfarið við Árborg eða Selfoss vegna þess að Árborg eða reyndar Selfoss þjónar miklu stærra svæði en bara því svæði sem telst til sveitarfélagsins Árborgar. Þannig er tekið við íbúum af miklu stærra svæði en gamla Suðurlandskjördæmi og mjög nauðsynlegt að það sé haft í huga.

Það mætti, og því langar mig að beina til hæstv. ráðherra, með skömmum fyrirvara og á auðveldan hátt bæta úr þeirri dagvistun sem nú er við stofnunina á tiltölulega ódýran og einfaldan hátt.