Öldrunarstofnanir

Miðvikudaginn 04. desember 2002, kl. 14:32:15 (2057)

2002-12-04 14:32:15# 128. lþ. 46.4 fundur 296. mál: #A öldrunarstofnanir# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 128. lþ.

[14:32]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessa fyrirspurn sem beinir athygli okkar að því að ósamræmi er á milli heilbrigðisáætlunarinnar og þeirrar uppbyggingar sem er í dag á hjúkrunarheimilum. Ég tel að hér sé um fortíðarvanda að ræða því að þjónusta í heimahúsum hefur ekki verið eins markviss og skipulega upp byggð á Íslandi og í nágrannalöndum okkar og þar þurfum við verulega að bæta okkur.

Ég sé það sem framtíðarsýn að heimaþjónusta verði sú þjónusta sem við munum byggja á, þ.e. heimaþjónusta, félagsleg þjónusta og hjúkrun, en til þess þarf verulega að bæta fjármagni inn í rekstur heilsugæslustöðvanna og félagsþjónustunnar. Við sitjum því uppi að mínu mati með fortíðarvanda þar sem höfuðborgarsvæðið hefur setið eftir varðandi uppbyggingu á hjúkrunar- og dvalarheimilum.