Eyrnasuð

Miðvikudaginn 04. desember 2002, kl. 14:44:03 (2062)

2002-12-04 14:44:03# 128. lþ. 46.5 fundur 363. mál: #A eyrnasuð# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 128. lþ.

[14:44]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Við ræðum eyrnasuð og leiðir til bata við því.

Mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra, vegna þess að nokkur hópur þeirra sem líður vegna eyrnasuðs hefur talið sig fá bót meina sinna með lyfjum sem hægt er að fá frá Ísrael, en þeim hefur gengið illa að fá þau lyf hingað til lands. Samkvæmt lögum er hægt að fá lyf flutt hingað inn ef undanþágubeiðni berst frá lækni. En það sem hefur hamlað er að ekki hefur verið búið nógu vel um þessi lyf eða efni og ég spyr hæstv. ráðherra:

Hefur hann beitt sér fyrir því að það fólk sem telur sig fá bót meina sinna með slíkum lyfjum eða efnum fái þau í réttum umbúðum? Ef hann hefur ekki gert það, mun hann beita sér fyrir því þannig að þeir sem telja sig fá bót af þessum lyfjum geti fengið meðölin frá Ísrael þannig að þau geti borist þessum hópi, en það virðist vera þar einhver hængur á?