Safn- og tengivegir

Miðvikudaginn 04. desember 2002, kl. 15:21:03 (2079)

2002-12-04 15:21:03# 128. lþ. 46.8 fundur 290. mál: #A safn- og tengivegir# fsp. (til munnl.) frá samgrh., GHall
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 128. lþ.

[15:21]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Eins og fram kom hjá hæstv. samgrh. hefur sú nefnd sem fjallar um samræmda samgönguáætlun komið inn á það mál sem hv. þm. Jón Bjarnason kemur hérna að og er eiginlega sjálfsagt og eðlilegt að samgn. taki til alvarlegrar skoðunar, þ.e. að breyta þessum hugtökum um safnvegi og þessum einstaka vegaflokkum, tengivegi o.s.frv. Ég held að full ástæða sé til að við aðlögum okkur að breyttum tímum. Það ætti ekki að hafa nein áhrif á fjárveitingar til þessara smærri vega en eðlilegt og sjálfsagt er að hafa þetta skilvirkara þannig að fólk skilji hvað er á ferðinni og við hvað er átt í öllum þessum vegaflokkum sem hér eru tilgreindir.